Samanlagður hagnaður Fitjaborgar ehf. og Pólóborgar ehf., rekstrarárið 2019, en félögin starfrækja söluturna auk þess að flytja inn rafrettur og tengdan varning, nam rúmum 290 milljónum króna. Tekjur Pólóborgar námu 359 milljónum króna og ríflega tvöfölduðust milli rekstrarára. Hagnaðurinn fimmfaldaðist aftur á móti, úr 17 milljónum í 89 milljónir króna.

Tekjur Fitjaborgar drógust eilítið saman, námu 622 milljónum króna, en EBITDA félagsins var 282,5 milljónir króna. Fitjaborg á einnig fasteign að Laugavegi 96 en þar hafa íbúðir verið til sölu að undanförnu. Bæði félög eru laus við langtímaskuldir og eru skammtímaskuldir litlar.

Snorri Guðmundsson á helming í hvoru félagi en Sindri Þór Jónsson á helming á móti honum í Pólóborg og Auður Rán Kristjánsdóttir helming í Fitjaborg. Samanlagt óráðstafað eigið fé félaganna tveggja var 830 milljónir króna í árslok 2019.