Fulltrúar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, hafnarstjóri og stjórnarformaður Faxaflóahafna hafa undirritað samkomulag um grænar áherslur í starfsemi og uppbyggingu á Grundartanga.

Samkvæmt samkomulaginu á að gerta ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja á svæðinu hafi í för með sér lágmarksumhverfisáhrif þannig að ekki þurfi að fara gera mat á umhverfisáhrifum. Fyrirtæki sem sækja um iðnaðarlóðir í framtíðinni munu þurfa ða skila Faxaflóahöfnum, Hvalfjarðarsveit og Skipulagsstofnun umhverfisskýrslu þar sem fyrirhugaðri starfsemi er lýst. Út frá skýrslunni verður síðan metið hvort viðkomandi fyrirtæki fái úthlutað lóð.

Í samkomulaginu er einnig kveðið á um aukið samstarf við fyrirtæki sem þegar eru með starfsemi á Grundartangi með það að markðmiði að ná fram frekari árangri í umhverfismálum. Mikil iðnaðarstarfsemi nú þegar á svæðinu og nægir að nefna að þar er álver Norðuráls, járnblendiverksmiðja Elkem og síðan hefur sólarkísilverksmiðja Silicor Materials þegar fengið úthlutað lóða og stefnir að byggingu risaverksmiðju sem mun veita um 400 manns vinnu.