*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 10. apríl 2019 14:31

Green kaupir aftur fjórðung í Topshop

Eftir viðskiptin á Arcadia, félag Philip Green, alla hluti í keðjunni.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Arcadia, félag Philip Green, hefur keypt 25 prósenta hlut í Top Shop af bandaríska félaginu Leonard Green & Partners (LG&P). Um endurkaup er að ræða en Arcadia seldi LG&P hlutinn árið 2012.

Seljandi tilkynnti um viðskiptin í dag en samhliða því stigu stjórnarmenn þeirra til hliðar. Eftir viðskiptin á Arcadia alla hluti í verslunarkeðjunni. Í tilkynningu frá LG&P segir að viðskiptin auðveldi stjórn Arcardia að endurskipuleggja fyrirtækið og auka hlut sinn á Bandaríkjamarkaði. Í samningi aðila er kveðið á um að LG&P geti keypt hlutina til baka síðar meir.

Árið 2002 stóð til að Philip Green og Baugur tækju yfir Arcadia í sameiningu en það fór út um þúfur í kjölfar húsleitar ríkislögreglustjóra á skrifstofum Baugs.

„Ég vildi óska þess að éghefði aldrei hitt ykkur. Ég veit ekki hvar Ísland er og mér er nákvæmlega sama. Svo mikið veit ég þó að það búa ekki margir á Íslandi. Hvernig get ég verið svo ólánsamur að af þeim fjórum Íslendingum sem ég hef hitt eru þrír þeirra til rannsóknar?“ sagði Green við ráðgjafa Baugs skömmu eftir húsleitina.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is