Ríkissjóður greiðir hæstu opinberu gjöldin í ár eða tæpa 9,7 milljarða króna. Á eftir fylgir Eignasafn Seðlabankans með fimm milljarða króna. Þetta kemur fram í upplýsingum Ríkisskattstjóra sem hefur lokið álagningu opinberra gjalda á lögaðila.

Fram kemur í niðurstöðu Ríkisskattstjóra að heildarálagning opinberra gjalda nemur tæpum 118,5 milljörðum króna. Í fyrra nam hún rúmum 104,6 milljörðum króna. Hækkunin nemur 13,23% á milli ára.

Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öll í lok síðasta árs voru 37.084. Alls sættu 11.800 lögaðila áætlun eða 31,82% af skattgrunnskrá. Til samanburðar sættu 11.686 lögaðilar áætlun á síðasta ári eða 32,02% af skattgrunnskrá.

Þessir greiða hæstu opinberu gjöldin:

  1. Ríkisjóður - 9.672.767.366 kr.
  2. Eignasafn Seðlabanka Íslands - 5.009.342.947 kr.
  3. Arion banki - 3.518.600.037 kr.
  4. Reykjavíkurborg - 2.941.261.286 kr.
  5. GLB Holding (Glitnir) - 2.333.323.451 kr.
  6. Landsbankinn hf - 2.143.874.126 kr.
  7. Norðurál Grundartangi - 1.890.574.261 kr.
  8. Samherji - 1.736.704.153 kr.
  9. Íslandsbanki - 1.556.868.479 kr.
  10. Alcan á Íslandi - 1.467.240.880 kr.