Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hefur samþykkt að greiða fyrrverandi hluthöfum i Lehman Bros 99 milljónir dala, um 12 milljarða króna, í bætur. Ástæðan er sú að endurskoðunarfyrirtækið hjálpaði stjórnendum Lehman við að falsa reikninga fyrirtækisins í aðdraganad bankahrunsins árið 2008.

Dómstólar þurfa að samþykkja samkomulagið en með því mun fjöldamálsókn gegn fyrrverandi stjórnendum Lehman hætta.

Lehman er sakað um að hafa notað svokallaða Repo 105 bókhaldsbrellu til þess að fegra reikninga.