Fjarskiptafyrirtækin Nova, Síminn og Vodafone greiddu 190 milljónir króna fyrir hverja tíðniheimild sem úthlutað var í framhaldi af útboði með 3G-tiðni árið 2007. Nú um stundir stendur yfir rafrænt uppboð á 4G-tíðniheimildum á uppboðsvef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) og taka fjögur fyrirtæki þátt í útboðinu. Eftir að uppboðinu lýkur mun hæstbjóðendum verða úthlutað tíðnum. Fjármunirnir munu renna í fjarskiptasjóð.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari PFS við fyrirspurn á vefnum Spyr.is . Þar er m.a. spurt hverjum, hvernig og gegn hvaða gjaldi 3G-tíðnum var úthlutað. á sínum tíma og hvort 4G-tíðniúthlutun sé komin á dagskrá.

Á vef PFS er listi yfir fyrirtæki með tíðniheimildir . Þar eru heimildirnar skilgreindar, sést hvenær þær voru gefnar út og hversu lengi þær gilda. Hægt er að skoða heimildirnar sjálfar sem PDF skjöl.