Frá árinu 1997 hafa raungreiðslur til sérlækna á einkastofum nærri þrefaldast. Á árinu 1997 voru greiðslurnar (á verðlagi desember 2015) 2.768 milljónir króna, en árið 2014 voru þær 7.606 milljónir króna. Stórt stökk var á milli áranna 2013 og 2014, en þá bættust við 1,3 milljarðar króna í greiðslur til sérlækna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Líkur eru á því að á árinu 2015 verði greiðslurnar enn hærri. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu undir lok árs að loka á nýskráningar sérgreina lækna með tveggja daga fyrirvara. Ástæða þess var að kostnaður hafði farið langt fram úr áætlunum.