*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 4. desember 2017 16:15

Greiðslustöðvun framlengd

United Silicon hefur fengið heimild til að framlengja greiðslustöðvun fram til 22. janúar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fallist var á beiðni kröfuhafa United Silicon um framlengingu á greiðslustöðvun félagsins fram til 22. janúar í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

United Silicon hefur verið í greiðslustöðvun frá því í lok ágúst en áður en greiðslustöðvunin var framlengd dugði heimild til þess fram til 4. desember, þ.e. í dag. Enn er unnið að til­lög­um um end­ur­bæt­ur á kís­il­veri United Silicon í Helgu­vík til að draga úr meng­un sem staf­ar af fram­leiðslunni. Niðurstaða tækni­legra út­tekta fel­ur í sér um­tals­verða fjár­fest­ingaþörf í starf­semi verk­smiðjunn­ar.

Í frétt á mbl.is segir að samkvæmt heimildum miðilsins hafi kostnaður Arion banka, stærsta hluthafa United Silicon numið meira en 600 milljónum yfir greiðslu­stöðvun­ar­tím­ann. Greint var frá því síðla nóv­em­ber að alþjóðleg­ir aðilar í kís­iliðnaði hefðu sett sig í sam­band við Ari­on banka vegna United Silicon og lýst yfir áhuga á að skoða aðkomu að starf­semi verk­smiðjunn­ar.

Kröfu­haf­ar skoða einnig aðkomu að mál­um verk­smiðjunn­ar en meðal þeirra eru Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar, Lands­virkj­un, Reykja­nes­bær og ít­alska fyr­ir­tækið Tenova sem seldi United Silicon ljós­boga­ofn­inn. Þá hef­ur verið haft eft­ir banka­stjóra Ari­on banka að ekki sé úti­lok­að að United Silicon verði sett í þrot og bank­inn gangi þá að sín­um kröf­um.

Um sex­tíu manns eru að störf­um hjá verk­smiðjunni en frá því fram­leiðsla var stöðvuð í byrj­un sept­em­ber hef­ur starfs­fólkið meðal ann­ars sinnt viðhaldi og tím­inn verið nýtt­ur í að styrkja það í störf­um.