Samkvæmt tilkynningu frá Verizon þá var sala á eldri gerðum af iPhone, þ.e. ekki iPhone 5, betri en búist var við. Verizon seldi 3,1 milljón iPhone-síma á þriðja ársfjórðungi. 651 þúsund af þeim fjölda var iPhone 5. Það er um 15% aukning miðað við annan ársfjórðung þessa árs. Fjárfestingabankinn Piper Jaffray áætlaði að salan yrði 2,5 milljónir eintaka.

Samkvæmt Fortune spáðu greinendur að fjöldi seldra iPhone-síma á heimsvísu yrði frá 21 milljón til allt að 32 milljóna eintaka.

Gene Munster, greinandi hjá Piper Jaffray, telur að Apple muni selja 49 milljónir iPhone-síma á fjórða ársfjórðungi sem yrði 12 milljónum meira en á sama tímabili árið áður. Hann telur einnig að sala á eldri gerðum af iPhone muni minnka sem nemur um 35% miðað við sama tímabil í fyrra. Einnig telur hann að 4% minnkun verði á sölu iPhone á heimsvísu.

Apple mun tilkynna ársfjórðungsuppgjörið sitt 25. október.