Greiningardeild Glitnis banka segir að aðkoma prófessors Frederic S. Mishkin að greiningu á stöðu íslenska fjármálakerfisins hafi verið til framdráttar fyrir alla umræðu um þau mál undanfarið og ekki síst á meðal erlendra aðila.

Mishkin var ráðinn sem einn af sjö seðlabankastjórum Bandaríkjanna um helgina og mun hann starfa með aðalseðlabankastjóranum Ben Bernanke. Mishkin vann skýrslu um íslenska fjármálakerfið í samvinnu við íslenska hagfræðinginn Tryggva Þór Herbertsson fyrir Viðskiptaráð Íslands.

?Hér er á ferðinni maður sem nýtur mikillar virðingar á þessu sviði og staða efnahagsmála hér á landi er einfaldlega þannig að dómur slíks aðila skiptir máli," segir greiningardeild Glitnis.

?Ekki minkaði vægi greiningar Mishkin við þær fregnir núna í upphafi vikunnar að forseti Bandaríkjanna hafði skipað hann í embætti seðlabankastjóra. Er hann þar með orðinn einn af sjö bankastjórum bandaríska seðlabankans," segir greiningardeildin