Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2008 liggur fyrir. Í vefriti fjármálaráðuneytisins segir að samkvæmt uppgjörinu sé breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 16,7 ma.kr. innan ársins, sem er 27,2 ma.kr. lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra.

Tekjur reyndust um 8,3 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 42,7 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 25,2 ma.kr., sem er 47,6 ma.kr. hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum þessa árs námu um 294 ma.kr. sem er aukning um 2,9% að nafnvirði.

Greidd gjöld nema 281,9 ma.kr. og hækka um 42,7 ma.kr. frá fyrra ári, eða um tæp 18%. Gjöld til almannatrygginga og velferðarmála eru 71,2 ma.kr. og hækka um 12,7 ma.kr., eða tæp 22% og er það veigamesta skýringin á hækkun gjalda milli ára.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er neikvæður um 15,5 ma.kr. á fyrri helmingi ársins, en var neikvæður um 64,1 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka