Skýstrókurinn  í Joplin í  Missouri er sá mannskæðasti frá 1953 þegar skýstrókur olli gríðarlegri eyðileggingu og mannfalli í Flint í Michiganfylki.

Talið er að 116 hafi látist í Joplin í fyrradag en margra er enn saknað og því er óttast að tala látinna muni hækka.

Joplin borg í Missouri.
Joplin borg í Missouri.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hægt er að smella á myndina til að stækka hana.

Fjártjónið er einnig mikið.  Talið er að á annað þúsund bygginga hafi eyðilagst en íbúar Joplin eru tæplega 50.000.  Meðal bygginga sem gjöreyðilögðust er aðalsjúkrahúsið á svæðinu, St. John's Regional Medical Center.  Gögn frá spítalanum fundust í yfir 100 km fjarlægð frá byggingunni.

Mjög erfið og hættuleg skilyrði eru til björgunarstarfs á svæðinu þar sem mikil úrkoma hefur verið frá atburðinum og gasleka víða orðið vart. Því er enn erfiðara að meta tjónið en ella. Það er talið nema nokkrum milljörðum dala.  Búist er við enn fleiri skýstrókum á næstu dögum á svæðinu.

Myndbandið var tekið upp af fjórum mönnum sem voru á ferðinni rétt fyrir utan Joplin þegar skýstrókurinn reið yfir .