Sænska ríkisorkufyrirtækið Vattenfall, sænskur samsvari Landsvirkjunar, skilaði gríðarlegu tapi á síðsta ári. Alls nam tapið ríflega 300 milljörðum íslenskra króna.

Tekjur fyrirtækisins námu tæplega 2.500 milljörðum króna á árinu og rekstrarhagnaðurinn nam 311 milljörðum króna. Þetta er talsverð lækkun milli ára. Að sögn forstjóra fyrirtækisins, Magnus Hall, er ástæðan fyrir að fyrirtækið skilaði svo miklu tapi sú að það þurfti að fær niður verulega niður eignir sínar.

Magnus sagði einnig að lágt raforkuverð og háir skattar væru erfiðir fyrir fyrirtækið. Raforkuverð hefur verið um það bil 29% lægra heldur en að meðaltali 2014, en orsökin er í ársreikningi rakin til aukinnar úrkomu.

Auk þess væri hrávöruverð lægra en venjulega. Aukin gjöld á losun kolefnis höfðu líka áhrif á afkomu fyrirtækisins.