Grísk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau myndu hefja sölu á ýmsum eignum ríkisins án tafar til að afla lausafjár til að geta minnkað gríðarlegar skuldir landsins.

Meðal eigna sem seldar verða eru hlutabréf í OTE símafyrirtækinu, Póstbankanum, hafnirnar í Aþenu og Thessaloniki og vatnsveitan í Thessaloniki. George Papaconstantinou fjármálaráðherra Grikklands sagði í dag að stjórnin hafi ákveðið að selja eignar strax til að setja þunga í upphaf einkavæðingaráætlunar stjórnvalda.

Hlutabréf féllu í verði í dag vegna ótta markaðsaðila um að skuldakrísan í Evrópu muni breiðast út til fleiri Evrópulanda og mögulegrar niðurfærslu skulda Grikklands á kostnað skuldabréfaeigenda.