Grikkir eru uggandi yfir sigri Kristilegra demókrata, flokki Angelu Merkel, í þingkosningunum í gær. Á forsíðu vinstrisinnaða blaðsins Ta Nea er grínmynd af Merkel á hásæti og fyrirsögnin er „Sigur Niðurskurðardrottningarinnar“.

Grikkir kenna Merkel um niðurskurðaráætlun sem þeir þurftu að gangast undir eftir að þeir fengu fjárstuðning frá Evrópusambandinu árið 2010.

Fréttavefur BBC segir að markaðir hafi lítil viðbrögð sýnt og þess sé beðið að í ljós komi hvaða flokkar myndi næstu samsteypustjórn.