Sex fyrirtæki hækkuðu á móti hverjum fimm sem lækkuðu á Bandaríkjamarkaði í dag, en methátt olíuverð olli hækkun orkufyrirtækja.  Standard & Poor´s og Dow Jones vísitölurnar lækkuðu vegna áhyggja manna af því að fjármálafyrirtæki þurfi að verða sér úti um meira fjármagn.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 0,27%. Dow Jones lækkaði hins vegar um 0,35% og Standard & Poor´s lækkaði um 0,04%.

Olíuverð hækkaði um 1,31% og kostar tunnan nú 125,86 Bandaríkjadali.