Skiptum í þrotabúi Jarðkrafts ehf. var lokið í vikunni. Jarðkraftur hafði starfað við ýmsa jarðvegsvinnu, svo sem við undirbúning vegaframkvæmda, frá árinu 1999 og voru starfsmenn félagsins á bilinu 18-20 á meðan starfsemin var í fullum gangi. „Starfsemin hætti í október 2009, það voru fáir þarna undir lokin eða svona 5-6 manns,“ segir Karel Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins.

Biðu eftir endurútreikningi hjá Lýsingu

Ástæðan fyrir gjaldþroti Jarðkrafts segir Karel hafa verið tvíþætta. Í fyrsta lagi hafi verkefni fyrirtækisins nánast þurrkast út eins og hendi væri veifað í efnahagshruninu. Í öðru lagi hafi hluti af vélum sem voru notaðar í starfseminni verið fjármagnaður með gengistryggðum lánum hjá Lýsingu. „Við skulduðum þeim um 40 milljónir árið 2007. Ári seinna skulduðum við 120 milljónir,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .