Tölvuleikjafyrirtækið CCP fagnar því að jólasveinarnir komu til byggða í vikunni. Séníin þar innandyra hafa nú búið til jóladagadal fyrir leikinn Eve Oneline þar sem spilarar geta fengið ýmis konar stafrænan glaðning fyrir geimskip sín og karktera. Þá hefur verið búið til myndband þar sem þeir íslensku og groddalegu gera út um málin við þann ameríska. Ekki er um neina vemmilega vellu að ræða heldur blóðugt stríð þar sem íslensku sveinkarnir elta þann ameríska upp á geimskipum og plaffa hann niður.

Myndbandið heitir Eve Online Holiday Celebration 2013: A Yle Lads Tale. Það kom út á netið í nótt. Í því ljær Ólafur Darri rödd sína. Starfsmenn CCP fara með öll hlutverk og leika þeir bæði jólasveinana, Grýlu, Leppalúða og jólasveininn ameríska sem lendir í klónum á þeim.

Hér má sjá íslensku jólasveinana, Grýlu og Leppalúða stúta jólasveininum.