Guðfaðir e-töflunnar er látinn, 88 ára að aldri. Alexander Shulgin var kallaður guðfaðir e-töflunnar eftir að fann upp leið til að framleiða eiturlyfið og prófa það á sjálfum sér til að átta sig á því að það virkaði.

Á facebook-vef konunnar hans og rannsóknarfélaga Ann segir að Shulgin hafi látist umvafinn fjölskyldu sinni og hjúkrunarfólki með Búddistatónlist í botni. Hann bjó síðustu ár ævi sinnar á heimili sínu í Norður Kaliforníu.

Shulgin var með doktorspróf í efnafræði og hafði unnið í lyfjaiðnaði um skeið þegar hann fór að þróa e-töfluna.

BBC greindi frá.