*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Fólk 10. mars 2013 18:10

Guðfinnur á RÚV: Fékk strípur í toppinn fyrir ferminguna

Guðfinnur Sigurvinsson á RÚV rifjar upp fermingardaginn sinn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Lára Björg Björnsdóttir

,,Fyrir fermingu fékk ég að fara í fáeina ljósatíma sem mér fannst gjörsamlega mergjað og svo fékk ég að setja nokkrar strípur í topp­ inn. Mamma var mjög hófstillt í þessu, eðlilega," segir Guðfinnur Sigurvinsson dagskrárgerðarmaður á RÚV. 

,,Mér fannst þetta þvílík upp­lifun, fór í síðasta ljósatímann daginn fyr­ir fermingu, man ekki hvenær strípurnar voru settar í með gúmmíhettu og nál en ég man að ég fór í blástur hjá Ólu og Kollu á hárgreiðslustofunni Brá að morgni fermingardags.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.