Guðmundur Karl Guðmundsson, forstöðumaður Einkabankaþjónustu MP Banka, hefur látið af störfum hjá bankanum eftir níu ára starf. Hann lét af störfum í upphafi vikunnar.

Guðmundur Karl hefur gegnt forstöðu sviðsins frá stofnun þess árið 2009 en þar áður var hann forstöðumaður markaðsviðskipta MP eða frá árinu 2004.

„Ég er búinn að vera þarna í níu ár og mér fannst vera kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Guðmundur Karl í samtali við Viðskiptablaðið.

Aðspurður segir Guðmundur Karl segir að uppsögnin hafi komið til í góðu, hann skilji sáttur við bankann og óski honum velfarnaðar. Guðmundur Karl segir að ekkert liggi fyrir um framhaldið en að hann sé að skoða ýmsa möguleika.