*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Fólk 17. september 2018 15:05

Guðmundur leiðir áhættustýringu

Guðmundur Kristinn Birgisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka.

Ritstjórn
Guðmundur Birgisson er með doktorspróf í stærðfræðikennslu frá Indiana University.
Aðsend mynd

Guðmundur Kristinn Birgisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka og tekur við starfinu 1. október.

Guðmundur hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2011 og er í tilkynningu sagður hafa víðtæka reynslu af fjármálamörkuðum. Hann hefur starfað sem forstöðumaður útlána á Einstaklingssviði og forstöðumaður áhættueftirlits Íslandsbanka.

Guðmundur er með doktorspróf í stærðfræðikennslu frá Indiana University en lauk B.A. prófi í heimspeki og raunvísindum frá Háskóla Íslands. Hann hefur jafnframt lokið diplóma námi í kennslufræði til kennsluréttinda.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is