*

sunnudagur, 18. apríl 2021
Innlent 2. mars 2021 15:31

Guðný kaupir í VÍS

Eignarhaldsfélag sem Guðný Hansdóttir, stjórnarmaður VÍS, er hluthafi í, keypti fyrir 11 milljónir króna í tryggingafélaginu í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eignarhaldsfélagið KG eignarhald ehf., í eigu hjónanna Guðnýjar Hansdóttur, stjórnarmanns VÍS, og Kristjáns M. Grétarssonar, keypti í dag hlutabréf í VÍS fyrir rúmar 11 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

KG eignarhald keypti ríflega 887,5 þúsund hluti í VÍS á genginu 12,55 en um var að ræða kaup í gegnum framvirkan samning. 

Guðný var kjörin í stjórn VÍS fyrir rúmu ári síðan en aðalstarf hennar er skráð sem fjárfestir á heimasíðu félagsins. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Inness árin 2014-2018 og þar áður sem mannauðsstjóri hjá Skeljungi í fimm ár.