Það er sorglegt að sjá hugmyndir um að soga allan hagnað úr sjávarútvegi og setja í sérstakan sjóð sem notaður verður til að fullnægja þörfum ákveðinna manna til að drottna yfir öðrum, segir Guðrún Lárusdóttir, forstjóri Stálskipa, á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga um kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Guðrún mælti harðlega gegn frumvarpinu og sagði að ef fram færi sem horfði myndi eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja minnka ár frá ári vegna gjald- og skattheimtu þar til ekkert væri eftir.