Fjárfestingar í hrávörum eru engin nýlunda, þær eru elsta verslunarvara heims. Hrávörur hafa, af mörgum ástæðum, hækkað gríðarlega í verði að undanförnu og þá má helst nefna mikla umframeftirspurn og skort.

Hrávörur eru til staðar í miklum mæli, en vandamálið er að þær liggja ekki alltaf í löndunum sem neyta þeirra. Löndin sem búa yfir auðlindunum sitja í bílstjórasætinu.

Grundvallarmunur á hrávörum og öðrum eignaflokkum er að hrávörur hafa jákvæða fylgni við verðbólgu, öfugt við neikvæða fylgni milli verðbréfa og verðbólgu.

Eugen Weinberg er hrávörusérfræðingur hjá Commerzbank, sem er annar stærsti einkarekni banki Þýskalands. Hann lítur á hrávörur sem tryggingu og leið til að dreifa áhættu í eignasafni.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .