Gull
Gull
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Ótti fjárfesta við annan efnahagsskell í Bandaríkjunum hefur leitt til frekari verðhækkana á gulli. Únsa af gulli á mörkuðum kostar nú um 1.670 dollara.

Líkt og greint hefur verið frá var frumvarp um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna samþykkt í gær. Í frétt Financial Times í dag segir að þó þær áhyggjur séu úr sögunni, að minnsta kosti um stund, hafi fjárfestar einfaldlega snúið sér að öðrum þáttum. Þannig hafi ýmsir hagvísar um efnahag Bandaríkjanna ekki gefið tilefni til bjartsýni að undanförnu. Einkaneysla dróst saman frá fyrri mánuði í fyrsta sinn í tuttugu mánuði og framleiðsluslaki er meiri en vonir stóðu til.

Hlutabréf á heimsvísu hafa nú lækkað sex viðskiptadaga í röð.