Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann situr fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Nefndin er sameiginleg ráðherranefnd stofnananna tveggja og sinnir stefnumörkun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Utanríkisráðherra situr í nefndinni í ár fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Í nefndinni eiga sæti 25 ráðherrar sem eru í forsvari fyrir hátt á annað hundrað aðildarríkja bankans.

Auk þessa mun Gunnar Bragi eiga fundi með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Victoriu Nuland og aðstoðarvarnarmálaráðherranum, Christine Fox, öldungardeildarþingmönnum, háttsettum embættismönnum Alþjóðabankans og fulltrúum frjálsra félagasamtaka.