Gunnar Haraldsson hagfræðingur hefur tekið við starfi forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á ný. Gunnar kemur heim frá Frakklandi þar sem hann starfaði sem sérfræðingur OECD í sjávarútvegsmálum frá árinu 2010.

Áður en hann fór til Frakklands gegndi hann stöðu forstöðumanns Hagfræðistofnunar auk þess sem hann var um tíma stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.

Gunnar er doktor í hagfræði frá háskólanum í Toulouse.