Ísland er betur í stakk búið til þess að takast á við óstöðugleikann í heimshagkerfinu en flest önnur lönd. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, á ráðstefnu AGS og stjórnvalda sem nú stendur yfir í Hörpu. Gylfi sagði mörg þeirra verkefna sem önnur lönd standa frammi fyrir þegar hafa verið unnin á Íslandi.

Þá sagði hann íslensku leiðina til þess að vinna á vandanum sennilega ekki munu reynast vel erlendis. Hún hafi heppnast vel vegna smæðar landsins.