Arion banki skrifaði nýverið undir samstarfssamning við Valitor um innleiðingu á nýrri snjallkortatækni sem hefur í för með sér að hægt verður að greiða kreditgreiðslur með snjallsíma, án þess að nota þurfi posabúnað.

Í tilkynningu frá bankanum segir að um nýja tækni sé að ræða sem gæti í framtíðinni leyst kreditkort af hólmi eins og við þekkjum þau í dag. Verkefnið sé þó enn á tilraunastigi.

Með þessari nýju tækni er kreditkortaupplýsingum komið fyrir á SIM korti í snjallsímanum og notast við svokallaða NFC tækni (Near Fiel Communication) til að framkvæma greiðsluna.

Áætlað er að í haust muni fyrstu símtækin sem bjóða upp á þessa tækni fara í prófanir.