„Við vitum auðvitað að það verða einhverjir svekktir. Þeir geta frestað vonbrigðunum aðeins með því að birgja sig vel upp,“ segir Jón Viðar Stefánsson, markaðsstjóri gosdrykkja hjá Vífilfelli. Fyrirtækið ætlar að hætta að framleiða gosdrykkinn Fresca þar sem mjög hefur dregið úr sölu á honum og er hann aðeins með 0,2% markaðshlutdeild á gosdrykkjamarkaði.

Fresca hefur verið framleiddur síðan árið 1968 og var lengi eini sykurlausi gosdrykkurinn.

Jón Viðar segir aðra sykurlausa gosdrykki og vatnsdrykki orðna fyrirferðameiri í hillum verslana. Hann segist eiga von á að það taki allt að tvær vikur fyrir Fresca að klásta í verslunum.