Fyrirtækjagreining Arion banka hefur uppfært virðismat á hlutabréfum í Högum frá spá sinni í júnímánuði og telja virðismatsgengi félagsins vera 22,2 krónur á hlut, eða tæplega tveimur krónum hærra en við síðasta verðmat. Verð bréfanna við lokun markaða í gær var um 19,4 krónur á hlut

Hagar tilkynntu í síðustu viku að afkoma félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins hafi verið umfram væntingar. Hagnaður eftir skatta mun nema um 1,5 milljörðum króna en uppgjörið verður birt 25. október. Spá Arion gerir ráð fyrir að hagnaður yfirstandandi rekstrarárs verði um 2,9 milljarðar króna, samkvæmt greiningu sem ætluð er fagfjárfestum og kom út í síðustu viku.Fyrri spá gerði ráð fyrir um 2,3 milljarða hagnaði.

Samkeppniseftirlitið er sagður stærsti áhættuþáttur varðandi félagið auk þess sem bent er á að Bónus virðist ekki lengur ódýrasta matvöruverslun landsins eftir opnun Iceland.