Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hækkaði mánaðarlaun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, um 450 þúsund krónur í ágúst. Björn var áður með 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun. Eftir hækkunina fóru þau í rúmar 2,3 milljónir króna. Laun Björns eru tvöfalt hærri en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fær á mánuði. Guðbjartur segir í samtali við fréttastofu RÚV hafa tekið ákvörðunina einn og beri á henni pólitíska ábyrgð.

Fram kom í hádegisfréttum RÚV að ástæða þess að Guðbjartur hækkaði laun Björns þá að honum hafi á dögunum verið boðin staða forstjóra stórs spítala í Svíþjóð. Stöðunni hafi fylgt veruleg launahækkun. Björn íhugaði boðið og lét yfirmenn sína vita, þar á meðal velferðarráðherra.

Árið 2009 var lögum um kjararáð breytt og sett inn ákvæði um að við ákvörðun launa skuli kjararáð gæta þess að föst laun fyrir dagvinnu verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. RÚV bendir að í ákvörðun kjararáðs varðandi Björn er heimild til að hann vinni læknisverk en við það hækka launin.

Guðbjartur segir í samtali við RÚV ekki hafa tekið ákvörðunina um að hækka laun Björn í samráði við kjararáð.