Í kjölfar þess að tölur voru birtar sem sýndu að hagvöxtur í Japan var undir væntingum á öðrum ársfjórðungi lækkaði Nikkei vísitalan á mörkuðum Japans í nótt. Að öðru leiti voru víðast hvar hækkanir á mörkuðum á svæðinu meðan markaðir voru opnir.

Breytingar á helstu vísitölum svæðisins meðan markaðir voru opnir:

  • Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,30%
  • Taiwan Weighted vísitalan stóð nánast í stað, með lækkun sem nam 0,02%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu hækkaði hins vegar um 0,08%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 0,82%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína hækkaði svo um 2,63%
  • FTSE A50 vísitalan í Kína hækkaði einnig, um heil 2,70%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði um 0,16%
  • Dow Jones Nýja Sjáland vísitalan hækkaði einnig eða um 0,34%
  • IDX Composite vísitalan í Indónesíu, þar sem markaðir eru enn opnir, hefur hins vegar lækkað um 1,23%.