Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,25% í dag og endaði í 1.536,30 stigum. Gengi bréfa Haga hækkaði um 2,06%, HB Granda um 1,28% og Eimskipafélagsins um 0,87%. Gengi bréfa Eikar lækkaði aftur á móti um 0,86% og Icelandair um 0,57%. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag nam 942,3 milljónum króna og var veltan mest í viðskiptum með bréf Haga, eða 232,3 milljónir króna.

Velta á skuldabréfamarkaði nam í dag rétt tæpum tíu milljörðum króna. Mest var veltan í viðskiptum með skuldabréfaflokkinn RIKB 25, sem er óverðtryggður ríkisbréfaflokkur, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í dag hafa útlendingar verið að auka töluvert eignarhlut sinn í löngum ríkisbréfum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,04% í viðskiptum dagsins í dag. Þar af hækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,01% og sá óverðtryggði um 0,11%. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,02% í 42 milljóna króna viðskiptum.