Hæsti­réttur Ís­lands ó­merkti í gær dóma héraðs og Landsréttar yfir Símanum fyrir að hafa brotið á á­kvæðum fjöl­miðla­laga með því að beina öllum við­skiptum Sjón­varps Símans að Mílu, dóttur­fé­lagi Símans.

Málið á sér langa for­sögu en Síminn stöðvaði dreifingu á ó­línu­legi efni Sjón­varpi Símans í kerfi Vodef­one haustið 2015.

Fjar­skipta­stofnun, þá Póst- og fjar­skipta­stofnun, á­kvað að það væri ó­heimilt fyrir Símann að skikka alla sem vildu nota Sjón­varp Símans Premium til að vera með mynd­lykill frá Símanum. Allt efnið sem þar var í boði var nær ein­göngu að­gengi­legt í dreifi­kerfi símans og á neti Mílu.

Hæsti­réttur komst að þeirri niður­stöðu að dómur Lands­réttar hefði ekki full­nægt þeim kröfum sem gera yrði til rök­stuðnings í dómi fyrir niður­stöðu um sönnunar- og laga­at­riði þar sem ekki var kallaður til dómskvaddur mats­maður með sér­fræði­þekkingu á um­hverfi fjar­skipta.

Héraðs­dómari hefði átt að gera slíkt þegar málið var flutt þar en þeim galla málsins hafi ekki verið unnt að bæta úr fyrir Lands­rétti.

Hæsti­réttur ó­merkti því bæði dóm Lands­réttar og héraðs­dóms og vísaði málinu heim í hérað til lög­legrar með­ferðar.