*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Fólk 9. júní 2021 14:20

Hættir eftir 19 ár hjá fótbolta.net

Magnús Már hóf störf hjá fótbolta.net aðeins 13 ára gamall og var orðinn ritstjóri miðilsins tvítugur að aldri.

Ritstjórn
Magnús Már Einarsson, er lengst til hægri á myndinni, ásamt Jökli í Kaleo og Gísla Elvari, formanni meistaraflokksráð Aftureldingar.
Raggi Óla

Magnús Már Einarsson hefur hætt hjá fótbolta.net eftir nítján ára starfsferil hjá miðlinum. Hann hóf störf hjá fótbolta.net einungis þrettán ára gamall og varð ritstjóri miðilsins ásamt Elvari Geir Magnússyni árið 2009, þá tvítugur að aldri. 

Hann segist hafa tekið ákvörðunina um að hætta eftir að hafa áttað sig á því hve annasöm síðustu ár hafa e eytt undanförnum vikum heima með fótbrotinn son sinn. Hann segist ætla að nýta tímann til að einbeita sér að fjölskyldunni og að þjálfa Aftureldingu í sumar. 

Magnús á 5% hlut í fótbolta ehf. sem að heldur utan um rekstur fotbolti.net en Hafliði Breiðfjörð á 95% hlut í félaginu.