Andrew Formica, forstjóri breska eignarstýringarfyrirtækisins Jupiter Fund Management, hefur ákveðið að láta af störfum. Það er ekki hægt að segja annað en að Formica hafi verið hreinskilinn í viðtali við Bloomberg um starfslokin.

„Ég vil bara fara og tylla mér á strönd og gera ekkert. Ég er ekki að hugsa um neitt annað,“ er haft eftir Formica.

Hann sagði persónulegar ástæður liggja að baki starfslokunum, þar á meðal að hann vilji búa nær öldruðum foreldrum sínum og hyggst því flytja aftur heim til Ástralíu. Formica, tók við sem forstjóri Jupiter árið 2019 hefur starfað í Bretlandi í nærri þrjá áratugi.

Jupiter Fund Management, sem er skráð í kauphöllina í London, er með 55,3 milljarða punda í stýringu. Úttektir hjá viðskiptavinum Jupiter hafa þó verið umfram innlagnir síðustu fjögur ár.