Bankarnir hafa endurreiknað um 9.100 gengislán sem teljast ólögmæt samkvæmt dómi Hæstaréttar. Fram kemur í svörum bankanna við fyrirspurn netmiðilsins Spyr.is að Íslandsbanki hafi endurreiknað flest lánin, 6.000 af 15.000. Af bönkunum veitti Landsbankinn einn upplýsingar um það hversu háar fjárhæðir hafi verið felldar niður vegna leiðréttinganna. Á móti kemur ekki fram í svari Íslandsbanka hversu mikið Íslandsbanki hafi fært niður vegna endurútreikninganna. Spyr segir Íslandsbanka eina bankann sem hafi endurreiknað bílalán og ætlar út frá því að forsendur útreikninga geti verið mjög mismunandi á milli lánasamninga.

Þá kemur fram í svörum bankanna að Arion banki hafi endurreiknað ríflega helming lána, þ.e. 2.400 af hátt í fjögur þúsund lána.

Landsbankinn hefur í samræmi við það sem áður sagði lækkað lán um þrjá milljarða króna, um 35% að meðaltali og endurreiknað 700 lán.

Nánar má lesa um málið á vef Spyr .