Þátttakendur í hlutafjárútboði Tryggingamiðstöðvarinnar hafa þegar hagnast um tæpan 1,6 milljarð króna miðað við gengi hlutabréfa í TM þegar þetta er skrifað. Í hlutafjárútboðinu í apríl voru hlutabréf seld fyrir alls 4,4 milljarða króna á genginu 20,1. Gengið er nú komið í 27,3 og útboðshluturinn því orðinn tæplega sex milljarða króna virði.

Árið 2012 voru 60% hlutafjár í TM seld í lokuðu útboði og miðað við söluandvirðið var sölugengið þá 14,7. Meðal þátttakenda í því útboði var félagið Jöká, en aðstandendur félagsins eru meðal annarra Kjartan Gunnarsson , Ármann Þorvaldsson og Örvar Kærnested.

Jöká keypti 4,6% hlut í félaginu á genginu 14,7 og nam kaupverðið samkvæmt því um 514 milljónum króna. Hluturinn er nú 955 milljóna króna virði og nemur hagnaður félagsins því um 441 milljón króna.

Jöká ehf. á einnig L175 ehf. sem á 3,2% hlutí TM. Mögulegur hagnaðurður af þeim eignarhlut er ekki inní þem útreikningi. L175 ehf. átti hlutinn fyrir almenna útboðið.

Samanlagður gengishagnaður þeirra sem keyptu í lokaða útboðinu er um 5,7 milljörðum króna, en kaupendur voru að stærstum hluta lífeyrissjóðir.