Bandaríska sendiráðið hefur gengið frá kaupum á húseign að Engjateigi 7 og mun því flytja frá Laufásvegi. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi sendiráðsins í svari við fyrirspurn mbl.is .

Sendiráðið hefur verið til húsa á Laufásvegi frá árinu 1941 en húsið við Engjateig var byggt árið 2002 og var áður í eigu verktakafyrirtækisins Ístaks. Í umfjöllun mbl.is um málið segir að þörf sé á ýmsum breytingum á húsnæðinu svo það henti starfsemi sendiráðsins og uppfylli þær kröfur sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna geri.

Að sögn upplýsingafulltrúans verður hugsanlega að flutningum eftir þrjú ár.