Hagar hf. samþykktu í gær tilboð fjárfesta í skuldabréf í nýjum óverðtryggðum flokki, HAGA 181021, en tilboðin bárust í framhaldi af lokuðu útboði félagsins sem fór fram í lok september þar sem félagið hafnaði öllum tilboðum óverðtryggðan flokk skuldabréfa. Samtals bárust tilboð að nafnvirði 2,5 milljarða.

Sjá einnig: Mikil eftirspurn eftir bréfum Haga.

Bréfin bera fasta 4,65% óverðtryggða vexti og er tryggð með veði í þróunareignum Haga. Skuldabréfaflokkurinn er til 2 ára með einum gjalddaga höfuðstóls. þann 18.10.2021. Vextir greiðast á 3 mánaða fresti. Gjalddagi og afhending bréfa er 18. október nk.

Það var Arctica Finance sem hafði umsjón með viðskiptunum fyrir hönd Haga.