Hagar, Kaupás, Samkaup og ÁTVR reka flestar smásöluverslanir á Íslandi. Af þeim er Hagar stærst með 61 dagvöruverslun og 22 sérvöruverslanir. Á dagvörumarkaði reka Kaupás og Samkaup nokkuð færri verslanir en Hagar, verslanir Kaupáss eru 31 og 48 eru á vegum Samkaupa.

ÁTVR þarf ekki að hafa áhyggjur af samkeppnisaðilum en verslanir þess eru 49 talsins. Í Árbók verslunarinnar, sem gefin er út af Rannsóknarsetri verslunarinnar á Bifröst í samstarfi við Kaupmannasamtök Íslands, segir að sveitarstjórnir geti haft frumkvæði að opnun vínbúðar í sínu sveitarfélagi. Endanleg ákvörðun er síðan í höndum fjármálaráðherra.