Morgan Kelly, prófessor í hagfræði við Háskólann í Dyflinni, áætlar að kostnaðurinn við björgun írskra banka sé 50 milljarðar evra, um 7.600 milljarða króna, og því mun hærri en stjórnvöld hafa viðurkennt til þessa.  Þetta kemur fram á vef Guardian.

Kelly er mjög svartsýnn á gengi landsins.  Hann óttast að minnkandi greiðslugeta og greiðsluvilji þeirra sem eru með húsnæðislán gæti sökkt  efnahag landsins endanlega.  Kelly spáði fyrir hruninu á fasteignamarknum á Írlandi árið 2008 sem olli írskum bönkum gríðarlegum búsifjum.

Á Írlandi búa um 4,5 milljónir manna og kostar bankabjörgunin hvern íbúa verulega tæpa 1,7 milljón króna.