Hagkaup þarf að greiða hálfa milljón króna stjórnvaldssekt fyrir brot á eldri ákvörðun Neytendastofu vegna Tax Free-auglýsinga Hagkaups í fyrra. Neytendastofa hafði kveðið á um að prósentuhlutfall afsláttarins yrði að koma fram á þeim.

Fréttablaðið fjallar um málið og segir auglýsingarnar hafa m.a. verið birtar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind og því hafi Hagkaup verið sektað. Fyrirtækið hafi kært ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála og taldi Neytendastofu hafa brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og tjáningarfrelsi sínu.

Áfrýjunarnefnd neytendamála segir hins vegar að brotið hafi verið gegn fyrri ákvörðun og skuli sektin standa.