*

laugardagur, 19. september 2020
Erlent 11. september 2020 12:31

Hagkerfi Breta á batavegi

Líkt og gerst hefur á hlutabréfamörkuðum er því spáð að metsamdrætti á fyrsta fjórðungi sé fylgt eftir með met hagvexti.

Ritstjórn
Englandsbanki.

Verg landsframleiðsla Breta jókst um 6,6% í júlí nýliðnum milli mánaða sem er í samræmi við spár. Á milli mánaða jókst landsframleiðsla um 8,7% í júní, 2,4% í maí eftir um 20% samdrátt í apríl.

Líkt og hefur gerst á hlutabréfamörkuðum víðsvegar er því spáð að metsamdrætti á fyrsta ársfjórðungi verði fylgt eftir með met aukningu á öðrum fjórðungi. Landsframleiðsla í Bretlandi eftir júlímánuð er 11,7% lægri en hún var í febrúar áður en að heimsfaraldurinn skall á. 

Haft er eftir Thomas Pugh, hagfræðingi, í viðtali við CNBC að hagkerfi Breta muni ekki ná sér fyllilega fyrr en árið 2022. Því telur hann að Englandsbanki muni halda áfram aðgerðum sínum með notkun magnbundinnar íhlutunar sem mun koma til með að aukast um 250 milljarða punda, andvirði 44 þúsund milljarða króna.