Hagnaður evrópska flugvélaframleiðandans Airbus jóst um 34 prósent á fyrsta hluta ársins og var hann 1,52 milljarðar evra.

Airbus, sem framleiðir meðal annars A380 risaþotuna, segir að tekjur hafi aukist um sex prósent í 28,9 milljarða evra.

Hagnaðaraukningin kemur þrátt fyrir mikil vandræði í hönnun og framleiðslu A400M herþotunnar, en hún brotlenti í æfingaflugi. Airbus ætlar þó ekki að gefast upp á A400M vélinni.

Hlutabréfaverð í Airbus hækkaði um 3 prósent á markaðnum í París snemma dags.