*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 13. febrúar 2019 18:33

Hagnaður Arion undir væntingum

Hagnaður Arion banka dróst saman um 60% milli ára 4F og um tæpan helming milli ára fyrir árið 2018 í heild.

Ritstjórn
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.

Hagnaður Arion banka nam 1,6 milljarði á síðasta ársfjórðungi 2018, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnað árið áður. Hagnaður ársins 2018 nam því 7,8 milljörðum, sem er tæp helmingslækkun milli ára. Báðar afkomutölur voru undir væntingum. Þetta kemur fram í ársuppgjöri bankans sem birt var nú fyrir skömmu.

Rekstrartekjur lækkuðu lítillega milli ára og námu 46,2 milljörðum, en rekstrarkostnaður jókst um 15% og nam 26,3 milljörðum. Arðsemi eigin fjár var 3,7% og kostnaðarhlutfall 60,3%. Eiginfjárhlutfall bankans var 22% um síðustu áramót, samanborið við 24% ári fyrr.

Vaxtamunur hækkaði á síðasta ársfjórðungi í samræmi við markmið bankans, en hræringar í flugrekstri eru sagðar hafa sett mark sitt á starfsemina.