Exxon Mobil Corp, stærsta skráða olíuframleiðslufyrirtæki heims, hagnaðist um 3,35 milljarða Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi eða um 78 sent á bréf, samanborið við 1,7 milljarða, eða 41 sent á hvert bréf á sama tíma í fyrra. Um málið er fjallað í frétt Reuters . Gert var ráð fyrir því að hagnaðurinn á tímabilinu yrði í kringum 84 sent á hvert bréf - og var því afkoma félagsins undir væntingum greiningaraðila - þrátt fyrir mikla hagnaðaraukningu.

Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað um 2,8% þegar þetta er ritað og er verð hvers hlutabréfs félagsins nú um 78,6 Bandaríkjadalir. Félagið tapaði á verkefnum sínum innanlands, en gas og olíuverkefni félagsins erlendis skiluðu miklum hagnaði. Framleiðslan hjá Exxon minnkaði um eitt prósentustig á ársfjórðungnum og framleiðir félagið því sem jafngildir 3,9 milljónu olíufata á hverjum degi.

Á síðustu misserum hefur verið háð barátta á milli hlutahafa í félaginu og Exxon vegna málum tengdum heimshlýnun. Síðastliðinn maí kölluðu hluthafar í félaginu eftir því að það mynd skrifa skýrslu um hvernig heimshlýnun gæti haft áhrif á starfsemi félagsins.