Ársfjórðungsuppgjör bílaframleiðandans Ford var mun betra heldur en greiningaraðilar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Hefur sala í Norður Ameríku haldið áfram að aukast.

Ford gerði ráð fyrir hagnaði upp á 8,5 til 9,5 milljarða dollara fyrir árið 2015 og er á leið með að ná því markmiði. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi var 1,89 milljarðar dollara, eða $0,47 á hvern hlut. Greiningaraðilar höfðu búist við 0,37 dollara hagnaði á hlut.

Tekjur Ford á ársfjórðungnum voru 37,3 milljarðar dollara og var það um tveimur milljörðum dollara meira en búist var við.

,,Við áttum stórkostlegan annan ársfjórðung og fyrri helmingur ársins 2015 var frábær. Við erum sannfærð um að seinni helmingur ársins verður enn betri," sagði forstjórinn Mark Fields í yfirlýsingu.

Árið var það besta hjá Ford síðan 2000.